Handbolti

Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur.
Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur

Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur.

Hörður sendi frá sér pistil á Facebook fyrr í þessari viku þar sem félagið sagði það „ömurlega niðurstöðu“ hjá mótanefnd HSÍ að leggja blessun sína yfir það að ferðakostnaður Þórs vegna leiksins hefði verið 800 þúsund krónur, og að þar með bæri Herði að greiða Þór 400.000 eða helming upphæðarinnar eins og reglur gera ráð fyrir. Sagði í pistlinum að Hörður hefði aldrei þurft að greiða meira en 140.000 krónur til mótherja vegna staks leiks og að það sligaði lítið félag að þurfa að greiða mun hærri upphæð.

Í yfirlýsingu frá HSÍ í dag segir að félögin hafi náð sáttum og að málinu sé lokið af báðum aðilum. Uppgjörið sem fór fram rúmist innan reglna HSÍ um uppgjör bikarleikja en að reglurnar verði endurskoðaðar í kjölfar þessa máls.

Hörður sendi einnig frá sér yfirlýsingu á fimmtudag og bauð Þórsara velkomna í heimsókn þann 14. mars þegar ungmennalið Þórs mætir Herði í 2 deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×