Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 16:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Með því að koma á fót sérstakri sjálfstæðri kærunefnd um útlendingamál geti einstaklingar óskað eftir endurskoðun sinna mála á grundvelli útlendingalaga í heild, einmitt svo að ráðherrar taki ekki geðþóttaákvarðanir eða fái einstaka mál beint inn á sitt borð. Þetta kom fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn vitnaði í fyrirspurn sinni til máls 17 ára íranska transpiltsins Maní Shahidi sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Í fyrirspurn sinni spurði Helgi Hrafn meðal annars hvað væri því til fyrirstöðu að mál hans yrði skoðað. Óvissa er enn uppi í máli fjölskyldu Maní en hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild í gær.Sjá einnig: Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi „Af hverju má ekki einu sinni skoða það? Og þegar þessi mál koma upp þá er jafnan gert einhver smávægileg breyting sem kannski hefur áhrif á það mál sem er í umræðunni hverju sinni. En þessi mál hafa verið að koma upp núna í umfjöllun aftur og aftur og aftur við mótmæli, árum saman,“ sagði Helgi. Spurði hann hvort ekki væri kominn tími til að stjórnvöld móti sér stefnu í málefnum útlendinga sem feli meðal annars í sér að geta hleypt fólki inn í landið sem kemur til landsins í slíkum aðstæðum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm Af svörum ráðherra að dæma má ætla að ekki standi til að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessa máls sérstaklega. Að minnsta kosti minntist ráðherra ekki á neinar slíkar fyrirætlanir í svari sínu. Áslaug Arna byrjaði á því að leiðrétta það sem Helgi Hrafn hafði sagt um að íslensk stjórnvöld sendu fólk sjálfkrafa úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Það er þannig að í hverju einstaka máli fer fram sjálfstæð rannsókn á því hvort viðtökuríki geti staðið við skuldbindingar sínar, hvernig réttindi umsækjandans eru og hvort það séu einhverjar sérstakar ástæður til að taka málið til efnismeðferðar. Það er ekki sjálfkrafa sendir einstaklingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar út af engum ástæðum,“ sagði Áslaug. Að því leyti sé kerfið hér á landi gott og hvert mál lúti einstaklingsbundnu mati hverju sinni. „Það er auðvitað þannig að við þurfum að skoða kerfið í heild sinni og ég hef margoft sagt það að við þurfum að skoða stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu sérstaklega,“ sagði Áslaug. Alltaf þurfi að skoða hvað hægt sé að gera betur. „En við eigum auðvitað ekki, eins og háttvirtur þingmaður segir, að bregðast við einstöku og einstöku máli, enda verða jafnræðis og gagnsæis að vera gætt í þessum málaflokki líkt og öðrum.“ Ekki eðlilegt ástand Helgi Hrafn var ekki fyllilega sáttur við svör ráðherra og ítrekaði spurningu sína um hvers vegna ekki megi taka mál til efnismeðferðar óháð Dyflinnarreglugerðinni og lagaframkvæmd í tengslum við hana. „Af hverju getum við ekki bara tekið þessi mál til efnismeðferðar vegna þess að við viljum það? Vegna þess að þegar 17 ára transpiltur frá Íran þarf að fá hæli, og vill fá hæli hér, þá viljum við líka? Hvað er svona erfitt við það? Telur hæstvirtur ráðherra þetta vera eðlilegt ástand að við séum alltaf að sjá í fjölmiðlum þessi mál?“ sagði Helgi. Því svaraði Áslaug neitandi. „En við reynum auðvitað búa kerfið okkar þannig að við séum sátt með það,“ sagði Áslaug. Að forgangsraða þurfi í þágu þeirra sem þurfi hvað mest á að halda og að fólki sé svarað hratt og örugglega. „Og tökum hvert og eitt mál sérstaklega fyrir og það var nú ástæða þess að komið var á fót sérstakri kærunefnd, sjálfstæðri kærunefnd, svo það sé hægt að fá fulla endurskoðun á ákvörðun útlendingalaga í heild sem metur alla þætti málsins svo að ráðherra fengi einmitt ekki þessa geðþóttaákvörðun eða einstök mál á sitt borð. Og ef umsækjendur eru ekki heldur sáttir við niðurstöðu kærunefndarinnar er hægt að óska eftir endurupptöku mála,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Með því að koma á fót sérstakri sjálfstæðri kærunefnd um útlendingamál geti einstaklingar óskað eftir endurskoðun sinna mála á grundvelli útlendingalaga í heild, einmitt svo að ráðherrar taki ekki geðþóttaákvarðanir eða fái einstaka mál beint inn á sitt borð. Þetta kom fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn vitnaði í fyrirspurn sinni til máls 17 ára íranska transpiltsins Maní Shahidi sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Í fyrirspurn sinni spurði Helgi Hrafn meðal annars hvað væri því til fyrirstöðu að mál hans yrði skoðað. Óvissa er enn uppi í máli fjölskyldu Maní en hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild í gær.Sjá einnig: Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi „Af hverju má ekki einu sinni skoða það? Og þegar þessi mál koma upp þá er jafnan gert einhver smávægileg breyting sem kannski hefur áhrif á það mál sem er í umræðunni hverju sinni. En þessi mál hafa verið að koma upp núna í umfjöllun aftur og aftur og aftur við mótmæli, árum saman,“ sagði Helgi. Spurði hann hvort ekki væri kominn tími til að stjórnvöld móti sér stefnu í málefnum útlendinga sem feli meðal annars í sér að geta hleypt fólki inn í landið sem kemur til landsins í slíkum aðstæðum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm Af svörum ráðherra að dæma má ætla að ekki standi til að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessa máls sérstaklega. Að minnsta kosti minntist ráðherra ekki á neinar slíkar fyrirætlanir í svari sínu. Áslaug Arna byrjaði á því að leiðrétta það sem Helgi Hrafn hafði sagt um að íslensk stjórnvöld sendu fólk sjálfkrafa úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Það er þannig að í hverju einstaka máli fer fram sjálfstæð rannsókn á því hvort viðtökuríki geti staðið við skuldbindingar sínar, hvernig réttindi umsækjandans eru og hvort það séu einhverjar sérstakar ástæður til að taka málið til efnismeðferðar. Það er ekki sjálfkrafa sendir einstaklingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar út af engum ástæðum,“ sagði Áslaug. Að því leyti sé kerfið hér á landi gott og hvert mál lúti einstaklingsbundnu mati hverju sinni. „Það er auðvitað þannig að við þurfum að skoða kerfið í heild sinni og ég hef margoft sagt það að við þurfum að skoða stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu sérstaklega,“ sagði Áslaug. Alltaf þurfi að skoða hvað hægt sé að gera betur. „En við eigum auðvitað ekki, eins og háttvirtur þingmaður segir, að bregðast við einstöku og einstöku máli, enda verða jafnræðis og gagnsæis að vera gætt í þessum málaflokki líkt og öðrum.“ Ekki eðlilegt ástand Helgi Hrafn var ekki fyllilega sáttur við svör ráðherra og ítrekaði spurningu sína um hvers vegna ekki megi taka mál til efnismeðferðar óháð Dyflinnarreglugerðinni og lagaframkvæmd í tengslum við hana. „Af hverju getum við ekki bara tekið þessi mál til efnismeðferðar vegna þess að við viljum það? Vegna þess að þegar 17 ára transpiltur frá Íran þarf að fá hæli, og vill fá hæli hér, þá viljum við líka? Hvað er svona erfitt við það? Telur hæstvirtur ráðherra þetta vera eðlilegt ástand að við séum alltaf að sjá í fjölmiðlum þessi mál?“ sagði Helgi. Því svaraði Áslaug neitandi. „En við reynum auðvitað búa kerfið okkar þannig að við séum sátt með það,“ sagði Áslaug. Að forgangsraða þurfi í þágu þeirra sem þurfi hvað mest á að halda og að fólki sé svarað hratt og örugglega. „Og tökum hvert og eitt mál sérstaklega fyrir og það var nú ástæða þess að komið var á fót sérstakri kærunefnd, sjálfstæðri kærunefnd, svo það sé hægt að fá fulla endurskoðun á ákvörðun útlendingalaga í heild sem metur alla þætti málsins svo að ráðherra fengi einmitt ekki þessa geðþóttaákvörðun eða einstök mál á sitt borð. Og ef umsækjendur eru ekki heldur sáttir við niðurstöðu kærunefndarinnar er hægt að óska eftir endurupptöku mála,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira