Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 17:48 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag. Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag.
Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira