Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 19:16 Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Vísir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. Brottvísun fjölskyldunnar var frestað eftir að hinn sautján ára gamli Maní Shahidi var lagður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Maní og foreldrar hans komu hingað til lands í mars á síðasta ári eftir að hafa flúið ofsóknir í heimalandinu. Maní er trans strákur og hafa Samtökin 78 sagt það ógna lífi hans yrði hann sendur úr landi. Andleg heilsa hans myndi hljóta gífurlega hnekki og hann hafi fundið öryggi. Sjá einnig: Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran „Það er enn þá óvissa um rétt umbjóðenda minna til dvalar á meðan málið er til meðferðar. Þetta tel ég ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi háttsemi stjórnvalda að svara engum beiðnum frá okkur þess efnis um að veita honum áframhaldandi dvöl. Það er ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi þess að hann liggur enn þá á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og sérstaklega í ljósi þeirrar skyldu að gæta að hagsmunum hans,“ sagði Claudie í samtali við fréttastofu í kvöld. Þau hafi ítrekað beiðni um afhendingu gagna og hafa beðið um að fjölskyldan fái að dvelja áfram hér á landi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú sé komin upp. „Við eigum von á gögnum frá kærunefnd útlendingamála klukkan tólf á morgun en þau gögn sem kærunefnd hefur ekki, og við höfum óskað eftir frá Útlendingastofnun, höfum við ekki enn þá fengið viðbrögð.“ Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. Brottvísun fjölskyldunnar var frestað eftir að hinn sautján ára gamli Maní Shahidi var lagður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Maní og foreldrar hans komu hingað til lands í mars á síðasta ári eftir að hafa flúið ofsóknir í heimalandinu. Maní er trans strákur og hafa Samtökin 78 sagt það ógna lífi hans yrði hann sendur úr landi. Andleg heilsa hans myndi hljóta gífurlega hnekki og hann hafi fundið öryggi. Sjá einnig: Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran „Það er enn þá óvissa um rétt umbjóðenda minna til dvalar á meðan málið er til meðferðar. Þetta tel ég ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi háttsemi stjórnvalda að svara engum beiðnum frá okkur þess efnis um að veita honum áframhaldandi dvöl. Það er ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi þess að hann liggur enn þá á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og sérstaklega í ljósi þeirrar skyldu að gæta að hagsmunum hans,“ sagði Claudie í samtali við fréttastofu í kvöld. Þau hafi ítrekað beiðni um afhendingu gagna og hafa beðið um að fjölskyldan fái að dvelja áfram hér á landi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú sé komin upp. „Við eigum von á gögnum frá kærunefnd útlendingamála klukkan tólf á morgun en þau gögn sem kærunefnd hefur ekki, og við höfum óskað eftir frá Útlendingastofnun, höfum við ekki enn þá fengið viðbrögð.“
Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57