Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 17:34 Starfslýsing Pútín gæti breyst úr því að hann sé þjóðhöfðingi í að hann verði æðsti leiðtogi Rússlands. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00