Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 10:43 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna „Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira