Dómsmálaráðherra segir endurupptökudóm undirstrika mikilvægi sjálfstæðis frá framkvæmdavaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 18:37 Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að endurupptökudómstóll verði settur á fót. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín. Alþingi Dómstólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín.
Alþingi Dómstólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira