Vill skoða hvort stofna eigi hóp sem vaktar kosningar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 10:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/epa Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira