Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 08:03 Jam Master Jay er hér til hægri á myndinni sem tekin var á Grammy verðlaunahátíðinni árið 1988. Í miðunni er Darryl „DMC“ McDaniels og Joseph „Run“ Simmons er lengst til vinstri. Saman mynduðu þeir hljómsveitina Run-DMC. AP/Mark Lennihan Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Bandaríkin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil.
Bandaríkin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira