Sjáðu Liverpool stjörnuna afgreiða KR-inga síðast þegar þeir mættu Celtic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Virgil van Dijk vann skosku deildina tvisvar með Celtic og hefur nú unnið ensku deildina með Liverpool. Getty/Danny Lawson Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira