Fyrsti keppnisdagur í rafíþróttum á Reykjavík International Games 2020 hefst í dag. Keppt verður til úrslita í FIFA 20 kl 11:00 og League of Legends kl 13:30 í dag, laugardaginn 1. Febrúar.
Viðburðurinn fer fram í Háskólabíó og geta áhugasamir keypt miða við hurð vilji þeir upplifa keppnina í eigin persónu. Aðrir geta fylgst með öllum hasarnum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.