Handbolti

Gunnar Magnússon: Þetta svíður mikið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Magnússon hefur verið ánægðari en eftir tap kvöldsins.
Gunnar Magnússon hefur verið ánægðari en eftir tap kvöldsins. Vísir/Anton

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega ósáttur með að tapa fyrri erkifjendum FH í Olís deild karla í kvöld. FH vann með þriggja marka mun, 31-28, en byrjun síðari hálfleiks drap Hauka í kvöld.

„Við förum með þetta á fyrstu níu mínútunum í seinni hálfleik. Fyrir utan þær spiluðum við mjög vel en það er svakalegt að gera sér þetta og taka svona kafla þar sem við gefum þetta frá okkur,“ sagði pirraður Gunnar beint eftir leik við Henry Birgi Gunnarsson.

Eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 16-15, voru Haukarnir komnir sjö mörkum undir eftir níu mínútna kafla í síðari hálfleik.

„Í fyrri hálfleik skorum við 15 mörk og förum með fjölda dauðafæri en á þessum níu mínútna kafla tökum við slakar og rangar ákvarðanir, þeir ganga á lagið en munurinn er bara orðinn of stór.“

„Við spiluðum vel í 51. mínútu en svona kafli er ekki boðlegur,“
sagði Gunnar um leikinn í heild sinni.

Eru Haukar farnir að gefa eftir? spurði Henry Birgir að leik loknum en Haukar byrjuðu tímabilið af miklum krafti en hafa ekki alveg haldið dampi.

„Nei FH er með hörku lið og deildin er mjög jöfn. Það eru allirað vinna alla en við höldum áfram og þurfum að læra af þessu. Ótrúlegt hvernig við dettum niður.“

„Þetta svíður mikið. Sérstaklega því mér finnst við fara helvíti illa með þetta. Fannst við gera þetta of auðvelt fyrir þá í upphafi síðari hálfleiks,“ sagði Gunnar að lokum.

Haukar eru enn á toppi deildarinnar með 25 stig þegar 16 umferðum er lokið. FH er í 4. sæti með 20 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×