Klofin þjóð í óvissu Þórir Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Brexit England Norður-Írland Skotland Þórir Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun