Þóra Kristín segir ásakanir um kynbótastefnu Kára fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 10:31 Þóra Kristín segir steininn taka úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu. „Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
„Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46