Þóra Kristín segir ásakanir um kynbótastefnu Kára fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 10:31 Þóra Kristín segir steininn taka úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu. „Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46