Flest banaslys á fjöllum á Esjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 21:15 Frá björgunaraðgerðum við Móskarðshnjúka í síðustu viku. Vísir/Egill Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð.
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira