Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun