Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Rannsóknarskip hafrannsóknarstofnunnar, Ári Friðriksson. Vísir /Vilhelm Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.
Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00