Fjármálaráðherra boðar aukin útgjöld ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45