Háskóli Íslands, af hverju ég en ekki þau? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun