Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 24-43 | Fram í markastuði fyrir norðan Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2020 18:00 Vísir/Daníel Framarar voru ekki í vandræðum með KA/Þór þegar liðin mættust fyrir norðan í dag í Olís-deild kvenna í handbolta. Gestirnir byrjuðu af krafti og voru þær komnar með þægilega forystu um miðjan fyrri hálfleik. Staðan var 11-20 fyrir Fram þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir hleyptu heimakonum aldrei of nálægt og unnu að lokum stórsigur með 19 marka mun, 24-43. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í liði Fram með 10 mörk en næst kom Þórey Rósa Stefánsdóttir með 9 mörk. Markahæst í liði KA/Þór var Ásdís Guðmundsdóttir með 8 mörk.Stefán: Bjóst við meira frá KA/ÞórStefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/báraStefán Arnarson, þjálfari Fram, gat ekki annað en verið ánægður í leikslok. „Ánægður að vinna. Vorum hérna í fyrra tvisvar sinnum og töpuðum í bæði skiptin þannig að ég er ánægður með þessi 2 stig.“ Fram liðið með mikla yfirburði í flestum leikjum en Stefán viðurkennir að hafa búist við meiri mótspyrnu frá Norðankonum.„Ég bjóst við KA/Þór liðinu betra í þessum leik en við spiluðum vel og unnum góðan sigur. Við erum með meiri breidd en þær og KA/Þór búin að missa nokkra leikmenn í meiðsli og senda útlendinginn heim. En já við erum með betri breidd og ég held að það hafi verið munurinn á liðunum,“ segir Stefán.Gunnar: Þurfum að eiga betri dag til að standa í FramGunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þór, var ekki jafn kátur. „Flottur leikur hjá Fram sem er með rosalega gott lið. Við reyndum ýmislegt en svona fór þetta. Við þurfum að eiga betri dag til að standa í Fram. Þær virtust hafa lausnir á flestu.“ Gunnar kveðst þó geta tekið eitthvað jákvætt úr leiknum. „Tek fullt jákvætt úr þessum leik. Ungar stelpur sem fengu dýrmætar mínútur og ég náði líka að hvíla aðeins fyrir komandi helgar. Við þurfum að halda áfram. Við vorum komin á flug og ég hræðist ekki næstu helgar. Næst er það Stjarnan úti og við mætum bara í góðum gír í hann,“ segir Gunnar. Olís-deild kvenna
Framarar voru ekki í vandræðum með KA/Þór þegar liðin mættust fyrir norðan í dag í Olís-deild kvenna í handbolta. Gestirnir byrjuðu af krafti og voru þær komnar með þægilega forystu um miðjan fyrri hálfleik. Staðan var 11-20 fyrir Fram þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir hleyptu heimakonum aldrei of nálægt og unnu að lokum stórsigur með 19 marka mun, 24-43. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í liði Fram með 10 mörk en næst kom Þórey Rósa Stefánsdóttir með 9 mörk. Markahæst í liði KA/Þór var Ásdís Guðmundsdóttir með 8 mörk.Stefán: Bjóst við meira frá KA/ÞórStefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/báraStefán Arnarson, þjálfari Fram, gat ekki annað en verið ánægður í leikslok. „Ánægður að vinna. Vorum hérna í fyrra tvisvar sinnum og töpuðum í bæði skiptin þannig að ég er ánægður með þessi 2 stig.“ Fram liðið með mikla yfirburði í flestum leikjum en Stefán viðurkennir að hafa búist við meiri mótspyrnu frá Norðankonum.„Ég bjóst við KA/Þór liðinu betra í þessum leik en við spiluðum vel og unnum góðan sigur. Við erum með meiri breidd en þær og KA/Þór búin að missa nokkra leikmenn í meiðsli og senda útlendinginn heim. En já við erum með betri breidd og ég held að það hafi verið munurinn á liðunum,“ segir Stefán.Gunnar: Þurfum að eiga betri dag til að standa í FramGunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þór, var ekki jafn kátur. „Flottur leikur hjá Fram sem er með rosalega gott lið. Við reyndum ýmislegt en svona fór þetta. Við þurfum að eiga betri dag til að standa í Fram. Þær virtust hafa lausnir á flestu.“ Gunnar kveðst þó geta tekið eitthvað jákvætt úr leiknum. „Tek fullt jákvætt úr þessum leik. Ungar stelpur sem fengu dýrmætar mínútur og ég náði líka að hvíla aðeins fyrir komandi helgar. Við þurfum að halda áfram. Við vorum komin á flug og ég hræðist ekki næstu helgar. Næst er það Stjarnan úti og við mætum bara í góðum gír í hann,“ segir Gunnar.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti