Útlán bankanna til fyrirtækja dragast saman Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira