Íslendingur lést í fallhlífarstökki í Taílandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 13:47 Stefan Eiríksson Andersson var reyndur fallhlífarstökkvari. Vísir Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina. Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina.
Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira