Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 20:30 Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06