Minnst tuttugu í valnum og hermaðurinn gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 20:00 Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni. AP/Sakchai Lalitkanjanakul Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp. Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp.
Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24