Heldur einokun Lyon áfram? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira