Fagráðunum verður fylgt fast eftir! Sandra B. Franks skrifar 17. ágúst 2020 15:49 Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar