Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 11:35 Nokkur tilraunaskot til viðbótar verða gerð á Langanesi. Aðsend/Skyrora Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28