Segir peninga ráða leiknum og hvetur knattspyrnusamböndin til að hugsa um leikmennina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 08:00 De Bruyne átti góðan leik í gærkvöld en það dugði ekki til. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira