Norska stjórnin er sprungin Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 13:01 Siv Jensen er formaður norska Framfaraflokksins. Getty Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs. Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs.
Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32