Rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2020 13:49 Frá Flateyrarhöfn. Vísir/Egill Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira