Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira