Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 17:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira