Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 21:42 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent