Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 06:43 Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður. Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður.
Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira