Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:54 Lögreglubíll í forgangsakstri á Snorrabraut. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir verkferla skýra þegar hringt er vegna manneskju í geðrofsástandi. vísir/arnar Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30