Lífið

Hilmar vann yfir sig og endaði í sjúkrabíl eftir sýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hilmar leikur reglulega í Borgarleikhúsinu og er þar fastur starfsmaður.
Hilmar leikur reglulega í Borgarleikhúsinu og er þar fastur starfsmaður.

Þorkell Máni og Heiðar Sumarliðason tóku á móti leikaranum Hilmar Guðjónssyni í Harmageddon í morgun en hann var að frumsýna leikverkið Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson.

Hilmar sagði frá verkinu, árum sínum sem KR-ljónið og þegar hann vann yfir sig endaði í sjúkrabíl í spjallinu. Margir vita ekki að Hilmar er rödd Stöðvar 2 Sports og kom það fram í viðtalinu. Hann telur leikara fá of lítið borgað.

„Sérstaklega í leikhúsinu þá er það bara hlægilegt,“ segir Hilmar sem átti að leika í Mamma Mia Borgarleikhússins á sínum tíma en hann vann í raun yfir sig.

„Ég var að vinna mikið, stofna nýja fjölskyldu og það var mikið í gangi og ég bara krassaði og fór í sjúkrabíl eftir eina leiksýninguna. Þá átti ég að vera búin að æfa Abba-sýninguna í tvær vikur en hafði ekki mætt á æfingu því ég var alltaf lasinn heima og ég bað um að vera ekki með í þeirri sýningu,“ segir Hilmar og bætir við að álagið í leikhúsinu sé stundum of mikið.

„Við höfum verið að reyna laga okkar kjarasamninga og búin að vera tala um þetta við okkar mannauðsstjóra og þessu hefur verið svarað að einhverju leyti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×