Ánægð með framlag Íslands í þróunarsamvinnu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. janúar 2020 19:00 Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Vísir/Baldur Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“ Utanríkismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“
Utanríkismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira