Ánægð með framlag Íslands í þróunarsamvinnu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. janúar 2020 19:00 Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Vísir/Baldur Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“ Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“
Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira