Maðurinn sem varð fyrir bótúlismaeitrun liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 18:27 Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31