Erlent

Di Maio sagður ætla að hætta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 33 ára Luigi Di Maio tók við formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni árið 2017.
Hinn 33 ára Luigi Di Maio tók við formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni árið 2017. Getty

Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. Þetta hafa ítalskir fjölmiðlar eftir heimildarmanni innan stjórnmálaflokksins.

Reuters segir frá því að Di Maio muni tilkynna öðrum ráðherrum Fimm stjörnu hreyfingarinnar um afsögn sína á fundi í dag og svo opinberlega á flokksfundi síðdegis í dag. Di Maio og talsmaður hans hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fimm stjörnu hreyfingin hlaut 33 prósent atkvæða í þingkosningunum í landinu árið 2018. Mikið hefur hins vegar dregið úr fylgi flokksins í skoðanakönnunum síðustu mánuði og mælist flokkurinn nú einungis með um 15 prósent fylgi.

Um þrjátíu þingmenn flokksins hafa ýmist hætt af sjálfsdáðum eða verið hraktir úr embætti á kjörtímabilinu en mikill klofningur hefur verið í flokknum sem hefur verið lýst sem andkerfisflokki.

Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn mynda nú saman ríkisstjórn á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×