„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 10:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr hér fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45