Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:00 Sigurbjörn Bárðarson var kosinn Íþróttamaður ársins 1993. Vísir/Sigurjón Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára Hestar Sportpakkinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Fleiri fréttir Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára
Hestar Sportpakkinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Fleiri fréttir Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira