Vísar dómsdagsklukkunar aldrei nær miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 23:54 Frá afhjúpun dómsdagsklukkunar í janúar í fyrra. Þá vantaði hana tvær mínútur í miðnætti. Vísir/EPA Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira