Lofar leðurbuxum á sviðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 13:30 Einar Ágúst syngur Lenny Kravitz. Vísir/getty/einar ágúst „Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira
„Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira