Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 11:05 Ríkisstjórn Ernu Solberg fyrir utan konungshöllina í Osló í morgun. Getty Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01