Mikilvægt að almenningur komi að endurskoðun á stjórnarskrá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2020 19:00 Guðbörg Andrea Jónsdóttir gerði rökræðurannsókn meðal almennings um breytingar á stjórnarskránni. Hún segir að niðurstöðurnar nýtist stjórnvöldum í endurskoðun á henni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina. Alþingi vinnur nú saman að endurskoðun stjórnarskrárinnar og fékk Forsætisráðuneytið Félagsvísindastofnun til að gera svokallaða rökræðukönnun á síðasta ári um breytingar á henni. Verkefnið var unnið í samvinnu við lýðræðislega stjórnarskrárgerð og Stanford háskóla. Gerð var skoðanakönnun og þátttakendum svo boðið að taka þátt í umræðufundi sem fór fram í Laugardalshöll í nóvember. 233 Þátttakendur fengu sex spurningar um breytingar á stjórnarskránni og gátu rökrætt þær. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir að í ljós hafi komið að oft breyttist viðhorf almennings eftir rökræður. „Þátttakendur breyttu til að mynda um skoðun eftir umræðu og kynningu þegar kjördæmaskipa var rædd. Íbúar á landsbyggðinni voru þannig hlynntari núverandi fyrirkomulagi fyrir rökræður en svo breytti hluti þeirra um skoðun og vildi gera landið að einu kjördæmi eftir rökræður. Það sama átti við þegar rætt var um Landsdóm og ákæruvald Alþingis. Guðbjörg telur að niðurstöður könnunarinnar geti nýst stjórnvöldum í áframhaldinu. „Ég held að þessar niðurstöður geti nýst stjórnvöldum á endurskoðun á stjórnarskránni þ.e. á þeim köflum sem sérstaklega voru teknir fyrir,“ segir Guðbjörg. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum segir mikilvægt að stjórnvöld leiti til almennings þegar stjórnarskrá sé endurskoðuð. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum þróaði aðferðina og segir mikilvægt að stjórnvöld styðjist við hana þegar breytingar eru gerðar á stjórnarskrá. „Stjórnarskráin fjallar um þær grunnreglur sem stýra hinu pólitíska ferli. Ákvæði hennar eiga að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar og grundvallast á vilja fólksins um hvernig stjórnvöld skulu starfa. Hún á að endurspegla vilja fólksins með því að skoða rökin frá öllum hliðum,“ segir Fishkon. Hann segir að Danmörk og Mongólía hafa notað aðferðina til að breyta sínum stjórnarskrám. Fleiri lönd hafi nýtt aðferðina. „Við höfum beitt aðferðinni í 30 ríkjum víða um heim, alls 110 sinnum. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina. Alþingi vinnur nú saman að endurskoðun stjórnarskrárinnar og fékk Forsætisráðuneytið Félagsvísindastofnun til að gera svokallaða rökræðukönnun á síðasta ári um breytingar á henni. Verkefnið var unnið í samvinnu við lýðræðislega stjórnarskrárgerð og Stanford háskóla. Gerð var skoðanakönnun og þátttakendum svo boðið að taka þátt í umræðufundi sem fór fram í Laugardalshöll í nóvember. 233 Þátttakendur fengu sex spurningar um breytingar á stjórnarskránni og gátu rökrætt þær. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir að í ljós hafi komið að oft breyttist viðhorf almennings eftir rökræður. „Þátttakendur breyttu til að mynda um skoðun eftir umræðu og kynningu þegar kjördæmaskipa var rædd. Íbúar á landsbyggðinni voru þannig hlynntari núverandi fyrirkomulagi fyrir rökræður en svo breytti hluti þeirra um skoðun og vildi gera landið að einu kjördæmi eftir rökræður. Það sama átti við þegar rætt var um Landsdóm og ákæruvald Alþingis. Guðbjörg telur að niðurstöður könnunarinnar geti nýst stjórnvöldum í áframhaldinu. „Ég held að þessar niðurstöður geti nýst stjórnvöldum á endurskoðun á stjórnarskránni þ.e. á þeim köflum sem sérstaklega voru teknir fyrir,“ segir Guðbjörg. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum segir mikilvægt að stjórnvöld leiti til almennings þegar stjórnarskrá sé endurskoðuð. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum þróaði aðferðina og segir mikilvægt að stjórnvöld styðjist við hana þegar breytingar eru gerðar á stjórnarskrá. „Stjórnarskráin fjallar um þær grunnreglur sem stýra hinu pólitíska ferli. Ákvæði hennar eiga að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar og grundvallast á vilja fólksins um hvernig stjórnvöld skulu starfa. Hún á að endurspegla vilja fólksins með því að skoða rökin frá öllum hliðum,“ segir Fishkon. Hann segir að Danmörk og Mongólía hafa notað aðferðina til að breyta sínum stjórnarskrám. Fleiri lönd hafi nýtt aðferðina. „Við höfum beitt aðferðinni í 30 ríkjum víða um heim, alls 110 sinnum.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira