Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 07:34 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30