Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 08:45 Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira