Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:05 Hermaður tekur við sjúkragögnum í Wuhan. Vísir/EPA Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30
Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34